Borðum harðfisk

Harðfiskur er hlaðinn próteinum, frábær fyrir heila og hjartaheilsu. Kjörin uppspretta orku og frábært snarl

Kaupa harðfisk

UM HARÐFISKVERKUN FINNBOGA

Harðfiskverkunin var stofnuð 1985 af Finnboga Jónassyni. Hert er ýsa, steinbítur, þorskur og lúða.  Harðfiskurinn okkar hefur verið þurrkaður eftir aldagamalli hefð í hjöllum í Vestfirsku sjávarlofti frá upphafi.

Fyrstu árin var allt hert í hjalli á Eyrarhlíð sem enn er í notkun, en seinna var keyptur stór hjallur í Arnardal þar sem megnið af fiskinum er þurrkað í dag.

Öll framleiðslan er hjallþurrkuð, ekkert er inniþurrkað og er hengt á hjall frá mánaðamótum sept- okt og fram að mánaðamótum apríl – maí, fer það nokkuð eftir veðri. Einungis er hengt upp í köldu veðri, svo bestu gæðum sé náð.
Fullur af prótíni, snauður af fitu og kolvetnum.  Náttúrulega hrein afurð stútfull af hollustu.