Skilmálar
Skilmálar og skilaréttur – Harðfiskverslun
Við leggjum okkur fram við að tryggja ánægju viðskiptavina okkar og bjóðum upp á möguleikann á að skila vörum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Um breytileika í bragði og áferð harðfisks
Harðfiskur er náttúruafurð – hann er hjallaþurrkaður í Vestfirskum vetrarvindi og tekur því mið af náttúrulegum aðstæðum hverju sinni. Líkt og bláberin í náttúru Íslands, sem stundum eru dísæt og öðrum stundum stingandi súr., eða jafnvel rauðvín sem er mismunandi gott eftir árgöngum, er ekki hægt að gera ráð fyrir að bragð, lykt og áferð séu nákvæmlega eins milli sendinga eða árganga.
Fiskurinn sem notaður er í harðfisk breytist eftir árstíma, æti og fitustigi sem fer eftir mánuðum. Veðráttan hefur einnig áhrif – vetur eru misjafnir að hita, raka og vindum, og allt þetta spilar inn í hvernig harðfiskurinn þornar og hvernig hann kemur út að lokum.
Við fylgjumst vandlega með veðri og vinnsluferli til að tryggja sem best gæði, en þar sem náttúran sjálf stýrir stórum hluta ferlisins, er breytileiki óhjákvæmilegur – og að okkar mati hluti af sjarma og gæðum vörunnar.
Hann er alltaf góður, og góður próteingjafi, en oft er hann stórkostlegur.
Ef fólk hinsvegar er óánægt eru hér skilmálar um skil og endurgreiðslu
Skil og endurgreiðsla
-
Hægt er að skila vöru innan 14 daga frá afhendingu hennar, skv. g-lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 16/2016 um neytendakaup.
-
Skilafresturinn byrjar að líða þegar varan hefur verið afhent skráðum viðtakanda.
-
Varan skal vera í upprunalegum, óopnuðum umbúðum og í upprunalegu ástandi.
-
Viðskiptavinur þarf að framvísa greiðslukvittun við skil.
Undanþágur frá skilarétti
Samkvæmt lögum um neytendakaup (lög nr. 16/2016), er skilaréttur ekki til staðar þegar um er að ræða matvöru sem hefur verið opnuð og er ekki lengur í sínu upprunalega ástandi. Þetta á við um harðfisk þar sem geymsluþol og hreinlæti skipta miklu máli.
Við bendum sérstaklega á að ef varan hefur verið opnuð, smökkuð eða notuð, telst hún ekki lengur endursöluhæf og fellur því utan skilaréttar.
Gölluð vara
Ef hinsvegar um gallaða vöru er að ræða (t.d. ef umbúðir eru skemmdar við afhendingu eða varan ekki í samræmi við lýsingu), vinsamlegast hafðu samband við okkur sem fyrst með upplýsingum og myndum ef mögulegt er. Við tökum slík mál alvarlega og munum bjóða lausn í samræmi við reglur um neytendavernd.